Innlent

Dæmdur fyrir fjölda brota

Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg brot. Maðurinn reyndi að ræna Péturspöbb á Höfðabakka í fyrrahaust, hann var tekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna við akstur, hann braut vopnalög með því að bera bitvopn á almannafæri og sveik vörur út úr verslunum með skjalafalsi svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn var í mikilli fíkniefnaneyslu á því tímabili sem brotin voru framin en í ljósi þess hversu mörg þau eru og brotavilji einbeittur þótti hæfileg refsing átján mánaða fangelsi. Einnig er ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×