San Antonio 3 - Detroit 3 22. júní 2005 00:01 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák). NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Pistons hafa hvað eftir annað verið komnir með bakið upp að vegg í úrslitakeppninni í ár, en þeir lentu m.a. undir í einvíginu við Indiana Pacers og Miami Heat. Það sama var uppi á teningnum í móti San Antonio, Pistons lentu undir 2-0 og 3-2, en virðast alltaf tvíeflast við mótlætið. "Ég hef verið með þetta lið í tvö ár og þeir valda mér aldrei vonbrigðum hvað varðar viljann til að vinna og traust á hver öðrum," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú stefnir á að hætta á toppnum með liðið á fimmtudagskvöld. Brown varð í nótt þriðji sigursælasti þjálfari NBA sögunnar þegar hann vann sinn 100. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaut þar með engum öðrum en Red Auerbach á bak við sig. Leikurinn í gær var hnífjafn í þremur fyrstu fjórðungunum, en í lokaleikhlutanum voru Pistons einfaldlega skrefinu á undan allan tímann og sýndu fádæma karakter að ná að sigra í húsi þar sem þeir höfðu ekki sigrað síðan það var reist. Þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem úrslitaeinvígið í NBA fer alla leið í sjö leiki og því verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. "Við komum alltaf á óvart. Ég veit að allir voru búnir að afskrifa okkur í kvöld og heimamenn voru búnir að kaupa kampavínið - en það verðum við sem skálum á fimmtudagskvöldið," sagði Rasheed Wallace hjá Detroit, sem hefur oft verið sannspár í úrslitakeppninni. "Ég klúðraði vörninni á lokasekúndunum í síðasta leik, svo mér fannst ég þurfa að spýta í lófana í kvöld," sagði Wallace, sem var frábær þegar mest lá við hjá Pistons. DETROITSAN ANTONIOStig9586Skot-skot reynd,%37-79 (.468)31-75 (.413)3ja stiga skot-skot reynd,%8-17 (.471)8-28 (.286)Víti-víti reynd,%13-19 (.684)16-26 (.615)Fráköst (í sókn/heildar)13-4013-43Stoðsendingar1915Tapaðir boltar511Stolnir boltar63Varin skot82Stig úr hraðaupphlaupum106Villur (tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (0/0)Mesta forysta í leik93Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 21 stig (15 frák), Manu Ginobili 21 stig (10 frák), Tony Parker 15 stig, Brent Barry 11 stig, Robert Horry 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Nazr Mohammed 4 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 21 stig (6 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 16 stig, Tayshaun Prince 13 stig (7 frák), Antonio McDyess 10 stig (8 frák), Ben Wallace 8 stig (9 frák).
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira