Innlent

Bruni í rafmagnstöflu í Fnjóskadal

Slökkvilið Akureyrar og Þingeyjarsveitar voru kölluð út síðdegis í gær vegna bruna í skúr utan um rafstöð við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal. Tjón af völdum brunans varð ekki mikið og gekk að sögn lögreglu á Húsavík greiðlega að slökkva eldinn, sem átti upptök sín í rafmagnstöflu. Lögregla var kölluð til um klukkan 17.25, eftir að slökkvistarfi lauk. Í skúrnum er að finna heimavirkjun sem tengd er inn á kerfi Landsvirkjunar og í nærliggjandi bæi. Lögregla sagði rafvirkja hafa verið að störfum á staðnum í gær, en eldsupptök eru í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×