Innlent

Ísland dýrast í öllum flokkum

Íslenskir neytendur greiddu hæsta verð í Evrópu fyrir ADSL tengingar sínar á síðasta ári samkvæmt úttekt dönsku Tækni og fjarskiptastofnunarinnar. Greiddu Íslendingar rúmar sex þúsund krónur fyrir 512 kb/s áskrift á mánuði meðan Hollendingar, þar sem verðið var ódýrast, greiddu aðeins tæpar tvö þúsund krónur. Könnunin var að hluta til gerð vegna krafna danskra neytenda sem gagnrýnt hafa hátt verð þar í landi. Í ljós kom að verðlag í Danmörku er töltölulega hátt í samanburði við önnur lönd en þeir greiddu þó að jafnaði aðeins tæpar fjögur þúsund krónur fyrir sama gagnamagn og kostar vel yfir sex þúsund hér á landi. Sama staða var uppi hér á landi hvað varðar verð 2 Mbit/s ADSL tengingum á síðasta ári. Meðalkostnaður við slíka mánaðartengingu reyndist tæpar átta þúsund krónur eða tvö þúsund krónum dýrara en næstdýrasta þjóðin sem var Lúxemborg. Hafa ber í huga að tölur Dananna eru frá síðasta ári og þar sem þessi markaður er síbreytilegur hafa verð bæði hér og í Evrópu eitthvað breyst síðan úttekin var gerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×