Innlent

Þrír mánuðir fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl árið 2001 slegið annan mann í andlitið með glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á neðri vör og fimm framtennur brotnuðu. Ákærði neitaði sök en sannað þótti í samræmi við framburð vitna að hann hefði hent glasinu framan í manninn. Hann hefur áður hlotið þrjá dóma og gengist undir greiðslu sektar vegna brota gegn skotvopnalögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Auk þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis var ákærða gert að greiða tæplega 400 þúsund krónur í skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×