San Antonio 2 - Detroit 1 15. júní 2005 00:01 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig. NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig.
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira