Innlent

Fluttu inn 130 g og 1000 töflur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum. Lögreglan fann fíkniefnin, tók þau og setti eftirlíkingar í staðinn. Að fenginni heimild til að hlera símanúmer viðtakanda komst lögreglan á snoðir um að þrír hinna ákærðu biðu eftir sendingu frá útlöndum. Tveir menn voru dæmdir til tveggja ára fangavistar, þrír aðrir til fangavistar frá ári til eins árs og níu mánaða. Tvær konur voru einnig ákærðar, önnur hlaut sex mánaða skilorðsbunda refsingu en hin var sýknuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×