Erlent

Ræddu hvarf 3000 manna í Kosovo

Embættismenn Kosovo Albana og Serba funduðu í Pristina í Kosovo í dag þar sem ætlunin var að ræða hvarf þriggja þúsunda manna í Kosovo á stríðstímum. Þetta er þriðji fundurinn þar sem Sameinuðu þjóðirnar reyna að fá þessar fyrrum stríðandi fylkingar til að ná lendingu um framtíð Kososvo. Mál hinna horfnu er þó það sem er einna viðkvæmast. Tíu þúsund manneskjur voru drepnar í stríðinu á árunum 1998 og 1999 og þúsundir hurfu. Líkamsleifar hundruða hafa fundist í fjöldagröfum í Kosovo og Serbíu en ekkert er vitað um örlög 3000 manna. Embættismennirnir funduðu í stjórnarráðinu Kosovo sem hafði verið þakið myndum af fólkinu sem hvarf og víða um borgina héngu spjöld þar sem svara var krafist. Nær engin samskipti hafa verið milli leiðtoga Kosovo-Albana og Kosovo-Serba frá því í júní árið 1999 þegar herflugvélar Atlantshafsbandalagsins ráku hermenn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, á brott úr héraðinu. Formlega er héraðið hluti af Serbíu og Svartfjallalandi en Sameinuður þjóðirnar hafa farið með stjórnartaumana í héraðinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×