Innlent

Dæmdur fyrir tilraun til manndráps

Rúmlega fertugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk vin fyrrverandi sambýliskonu sinnar með hnífi fyrir framan hús hennar við Bjargartanga í Mosfellsbæ í byrjun febrúar. Þótt dómnum hafi þótt sannað að maðurinn hafði ástæðu til að óttast þann sem hann stakk, og að sá hafi átt upptökin að átökum milli þeirra, þá var atlagan svo hættuleg að mildi þótti að afleiðingarnar urðu ekki alvarlegri. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu sex hundruð þúsund krónur í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×