Erlent

N-Kóreumenn gefa eftir

Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að mæta á ný til sex ríkja viðræðna um framtíð kjarnorkuáætlunar sinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær. Ekki hefur þó verið ákveðið nákvæmlega hvenær Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að setjast að samningaborðinu en viðræðurnar hafa legið niðri í um það bil eitt ár. Norður-Kóreumenn hafa undanfarið hafnað frekari viðræðum og farið niðrandi orðum um bandaríska ráðamenn. Þessi breytta afstaða þeirra er því nokkuð óvænt að mati sérfræðinga en hún gæti orðið fyrsta skrefið í átt að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og eru menn bjartsýnir um að svo verði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×