Erlent

Lögum um ríkiserfðir breytt

Anders Fogn Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hyggst leggja fram frumvarp til að breyta lögum um ríkiserfðir þannig að konur hafi jafnan rétt til ríksierfða og karlar. Eins og kunnugt er eiga María Elísabet og Frirðik krónprins von á sínu fyrsta barni á árinu og vilja dönsk stjórnvöld tryggja að það erfi krúnuna, en samkvæmt núgildandi lögum getur kona aðeins erft hana ef hún á engan bróður. Rasmussen mun leggja fram frumvarpið eftir sumarfrí þingsins og er stefnt að því að það verði að lögum áður en erfinginn kemur í heiminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×