Innlent

40 daga fangelsi fyrir úlnliðsbrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvítugan karlmann í fjörutíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að ráðast á unga konu á veitingastað í Grindavík með þeim afleiðingum að hún brotnaði á báðum úlnliðum. Atvikið átti sér stað á Sjávarperlunni fyrir rúmu ári. Maðurinn brá fæti fyrir konuna og hrinti svo hún féll í gólfið með fyrrgreindum afleiðingum. Í dóminum segir að maðurinn hafi ekki gefið neina sérstaka skýringu á verknaðinum en hann játaði brot sitt greiðlega. Þá hefur maðurinn náð samkomulagi við konuna um greiðslu meginhluta þeirra bóta sem hún krafðist. Með tilliti til ungs aldurs og að maðurinn játaði brot sitt skýlaust þótti hæfileg refsing fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×