Erlent

Deep Throat fundinn?

Bandaríska tímaritið Vanity Fair greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins Washington Post og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Reynist þetta satt hefur hulunni loks verið svipt af heimildarmanni blaðamannanna Bobs Woodwards og Carls Bernsteins og ljósi varpað á einhverja stærstu ráðgátu stjórnmála- og fjölmiðlaheimsins á okkar tímum. Samkvæmt Vanity Fair viðurkenndi Felt, sem nú býr í Kaliforníu, þátt sinn í málinu fyrir fjölskyldu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×