Innlent

Skólastjórinn í 2 ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals á árunum 1994 til 2001 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svokölluðu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Í forsendum dómsins segir að brotin hafi verið skipulögð og að Jón Árni hafi nýtt sér þá stöðu að menntakerfið hafi þanist hratt út á þessum árum. Brotin hafi verið framin með leynd og að ákærði hafi að engu leyti bætt það fjártjón sem brot hans leiddu af sér. Dómurinn er óskilorðsbundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×