Tíska og hönnun

Gaman að breyta og bæta

Ylfa Lind Gylfadóttir.
Ylfa Lind Gylfadóttir.

"Það er voðalega erfitt fyrir mig að velja eitthvað eitt. Ég á svo mikið af fötum og glingri. Ég fer mikið í Kolaportið og finn oft eitthvað flott þar," segir Ylfa.

"Uppáhaldskjóllinn minn er eiginlega fermingarkjóllinn minn. Ég passa meira að segja ennþá í hann og er mjög stolt af því en hann er týndur. Hann er indverskur og rauður og rosalega flottur," segir Ylfa sem er algjör kjólakona og eftir dágóða umhugsun nær hún að finna annan kjól sem er algjörlega ómissandi.

"Ég á einn kjól sem er eldgamall en ég fékk hann í gjöf frá konu sem ég var að passa fyrir. Hann er grænn með silfri í og ég held meira að segja að amma og mamma konunnar hafi átt hann á undan mér. Hann er rosalega vel með farinn og ég fer auðvitað líka vel með hann og var að setja fóður í hann um daginn. Annars á ég helling af kjólum og fötum og mér finnst voðalega gaman að breyta fötum og betrumbæta. Ég keypti til dæmis einu sinni kjól í Kolaportinu sem var alltof lítill og setti í hann reimar svo hann passaði," segir Ylfa sem hefur þó ekkert lært í saumaskap. 

"Nei, ég er bara að fikta enda eru þetta ekki beint fagmannleg vinnubrögð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×