Erlent

ESB: Óvíst hvað Bretar gera

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. Áður hafði verið ákveðið að breska þjóðin fengi að greiða atkvæði um stjórnarskrána en eftir að Frakkar felldu stjórnarskrána í gær ríkir fullkomin óvissa um hvort af því verður. Blair sagðist í morgun vonast til að Hollendingar samþykktu stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×