Lá við stjórnarslitum vegna VÍS 29. maí 2005 00:01 Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira