Sport

Van der Vaart til Hamburgar

Óvænt tíðindi urðu í kvöld þegar hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rafael van der Vaart yfirgaf Ajax og gekk í raðir þýska Bundesliguliðsins Hamburg SPV fyrir 4 milljónir punda, eða 480 milljónir ÍSK. Búist var við að kantmaðurinn lipri færi til stærra félags en hann hefur að undanförnu verið sterklega orðaður við lið eins og Tottenham og Roma. Þjóðverjarnir virðast hins vegar eiga nógan pening því Rafael gefur eftir Meistaradeildarþátttöku sem Ajax hefur tryggt sér á næsta tímabili en Hamburg lenti í 8. sæti Bundesligunnar á dögunum og kemst ekki einu sinni í UEF Cup.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×