Erlent

Refsa Chirac fyrir efnahagsmálin

Á sunnudaginn kemur fella Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að líkum lætur. Nýjustu kannanir benda til þess að fimmtíu og fimm prósent þeirra sem ætla á kjörstað hyggist greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. Jacques Chirac, forseti Frakklands, hélt sjónvarpsávarp klukkan sex í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendur um kosti stjórnarskráninnar, en ljóst er að viðhorf þeirra mótast ekki af því heldur sjá kjósendur þetta sem tækifæri til að refsa Chirac fyrir óvinsæla efnahagsstefnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×