Betra að reykja en vera of þungur 13. október 2005 19:15 "Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
"Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira