Músafjölskylda í Afgananum 19. maí 2005 00:01 "Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna." Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna."
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira