Fékk uppáhaldsflíkina í skiptum 13. október 2005 19:12 "Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Sú flík sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er svarti leðurjakkinn minn. Vinkona mín átti hann og ég var búin að hafa augastað á honum lengi. Ég fékk hann stundum lánaðan og langaði voðalega mikið í hann. Síðan sá hún rifnar gallabuxur heima hjá mér og stakk upp á því að við myndum skipta á jakkanum og buxunum, sem ég hafði fengið í gjöf, en mér þótti ekkert sérstaklega vænt um buxurnar. Ég sagði auðvitað hátt og snjallt "já" og sé aldeilis ekki eftir því," segir Freyja sem er gjörsamlega ástfangin upp fyrir haus af jakkanum."Ég get notað hann við allt og hann fer aldrei úr tísku. Ég nota hann bæði fínt og hversdags en ég forðast samt að nota hann þegar er mjög kalt úti," segir Freyja hlæjandi en það sést varla á jakkanum þó að hann sé mikið notaður. "Hann er allavega eins eða tveggja ára og hann eyðist ekkert." Aðspurð um hvort ekta leður sé í jakkanum er Freyja ekki alveg viss. "Mér finnst ekki líklegt að hann sé úr ekta leðri. Þá held ég að vinkona mín hefði aldrei viljað skipta á honum og rifnu gallabuxunum. En hann er mjög góður jakki miðað við að vera gervi." Freyju finnst afar skemmtilegt að leita að fötum í svokölluðum "second-hand" verslunum. "Ég er algjört "second-hand"-frík. Ég elska Kolaportið og finnst rosalega gaman að fara þangað um helgar. Þar er hægt að finna fínustu föt fyrir engan pening.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira