Lögreglumaður sýknaður 12. maí 2005 00:01 Lögreglumaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af ákæru um fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex skilorðsbundir. Maðurinn starfaði sem fíkniefnalögreglumaður og var ákærður fyrir að hafa dregið sér fé, tæpar 900 þúsund krónur, sem hafði verið lagt hald á hjá sakborningi. Hann neitaði staðfastlega sekt frá því að rannsókn hófst. Hann bar því við að einhver þeirra lögreglumanna sem fór með rannsókn málsins hefði tekið féð og látið það í pappaöskju og upp á hillu í sameiginlegu rými. Einhver lögreglumaður annar hefði tekið féð og komið því til gjaldkera. Engar reglur giltu um meðferð fjármuna sem þessara en skrifstofustjóri tók að jafnaði við slíku fé og lagði inn á bankareikning sem hafði verið stofnað til í þessu skyni. Hæstiréttur taldi ósannað að manninum hefði verið kunnugt um að féð hefði ekki skilað sér til skrifstofustjórans. Hann var yfirmaður lögreglumannanna sem stóðu að umræddri aðgerð og þrátt fyrir að hann hefði vanrækt að ganga úr skugga um að frá málinu hefði verið gengið, taldi rétturinn það eitt og sér ekki leiða til refsiábyrgðar. Þá taldi rétturinn að skýringar mannsins á því hvers vegna dróst að afhenda féð hefðu ekki verið óeðlilegar, þótt hann hefði sýnt af sér ákveðið tómlæti. Yfirlögregluþjónn hafði áður borið að maðurinn hefði játað að hafa dregið sér fé en þar sem lögreglumaðurinn neitaði því staðfastlega var það ekki talið hafa sönnunargildi. Hann var því sýknaður. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Lögreglumaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af ákæru um fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex skilorðsbundir. Maðurinn starfaði sem fíkniefnalögreglumaður og var ákærður fyrir að hafa dregið sér fé, tæpar 900 þúsund krónur, sem hafði verið lagt hald á hjá sakborningi. Hann neitaði staðfastlega sekt frá því að rannsókn hófst. Hann bar því við að einhver þeirra lögreglumanna sem fór með rannsókn málsins hefði tekið féð og látið það í pappaöskju og upp á hillu í sameiginlegu rými. Einhver lögreglumaður annar hefði tekið féð og komið því til gjaldkera. Engar reglur giltu um meðferð fjármuna sem þessara en skrifstofustjóri tók að jafnaði við slíku fé og lagði inn á bankareikning sem hafði verið stofnað til í þessu skyni. Hæstiréttur taldi ósannað að manninum hefði verið kunnugt um að féð hefði ekki skilað sér til skrifstofustjórans. Hann var yfirmaður lögreglumannanna sem stóðu að umræddri aðgerð og þrátt fyrir að hann hefði vanrækt að ganga úr skugga um að frá málinu hefði verið gengið, taldi rétturinn það eitt og sér ekki leiða til refsiábyrgðar. Þá taldi rétturinn að skýringar mannsins á því hvers vegna dróst að afhenda féð hefðu ekki verið óeðlilegar, þótt hann hefði sýnt af sér ákveðið tómlæti. Yfirlögregluþjónn hafði áður borið að maðurinn hefði játað að hafa dregið sér fé en þar sem lögreglumaðurinn neitaði því staðfastlega var það ekki talið hafa sönnunargildi. Hann var því sýknaður.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira