Erlent

Vara Írana við

MYND/AP
Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. „Afleiðingarnar gætu aðeins orðið neikvæðar fyrir Írana,“ segir í viðvöruninni sem utanríkisráðherrar landanna þriggja sendu Hassan Rohani, yfirmanni kjarnorkumála í Íran.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×