Í mál við ríkið vegna eignaupptöku 11. maí 2005 00:01 Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira