Thatcher umbylti bresku samfélagi 3. maí 2005 00:01 Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira