Staðfestir sekt en mildar refsingu 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira