Liverpool mætir í Evrópugírnum 26. apríl 2005 00:01 Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Sjá meira