Liverpool mætir í Evrópugírnum 26. apríl 2005 00:01 Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Sjá meira