Innlent

Sækja ef til vill í hærri bætur

 Hann sagði að hættan væri sú að þeir sem ættu í tímabundnum erfiðleikum festust inni á örorkubótunum. Þá væru komnar upp spurningar um endurhæfingu og hvernig atvinnulífið væri í stakk búið til að taka við þessu fólki. Einnig þyrfti að athuga hvort leiðin í gegnum matið væri of auðveld. "Ég vil undirstrika að við viljum hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda," sagði ráðherra. "En ef þessi þróun heldur áfram þá verður alltaf erfiðara að sækja kjarabætur fyrir öryrkja, sem þurfa sannarlega aðstoð." Ráðherra kvaðst hafa hrokkið við þegar hann hefði séð hversu stór hluti ungmenni voru af heildarfjöldanum. Hann kynnti skýrsluna á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Þar var ákveðið að nefnd fulltrúa heilbrigðis- og tryggingamála, félagsmála- og fjármálaráðuneytis færu yfir hana og skiluðu um miðjan júní áliti um hvernig brugðist skyldi við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×