Ratzinger vígður páfi 24. apríl 2005 00:01 Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira