San Antonio - Denver 22. apríl 2005 00:01 Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira