Víða sjást angar af henni, belti með stórum sylgjum, flottir kúrekahattar. Það vantar aðeins upp á að leðurvestin nái að festa sig í sessi en skyrturnar eru sko aldeilis komnar -- og þær eru komnar til að vera næsta misserið.
Önnur áhrif sjást líka í kúrekaskyrtunum sem gerir þær enn skemmtilegri klæðnað. Það má til dæmis sjá skyrtur í hawaii-bermuda-kúrekastíl og hvítum spariflibba-kúrekastíl -- þó að köflóttu skyrturnar séu án efa vinælastar.


