Var yfirmaður rannsóknarréttar 19. apríl 2005 00:01 Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins. Fréttamenn sem fylgst hafa með atburðum undanfarinna vikna í Róm segja að Joseph Ratzinger hafi verið nokkuð öruggur með sig þegar hann hélt til páfakjörsins. Þá minnti hann hina kardinálana 114 á að fylgja ekki guðlausum tískustraumum. „Við færumst í áttina að einræði afstæðishyggjunnar þar sem stoltið og girndin ráða öllu,“ á hann að hafa sagt. Benedikt sextándi er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sá fyrsti sem kemur frá Þýskalandi um hríð, eða frá því að Viktor annar var páfi á árunum 1055 til 1057. Alls hafa fimm Þjóðverjar gegnt embættinu á undan Ratzinger. Hann er fæddur 16. apríl 1927 í Bæjaralandi, var þar guðfræðiprófessor og erkibiskup í München áður en hann var kallaður til starfa í Páfagarði árið 1981. Þar tók hann við starfi yfirmanns söfnuðar trúarkenningarinnar en það er í raun arftaki rannsóknarréttarins illræmda. Þar var rétttrúnaðarkenningunni haldið á lofti. Ratzinger gengur undir ýmsum heldur neikvæðum nöfnum, rottweiler guðs og skriðdrekinn til að mynda. Hann var einn nánasti samverkamaður Jóhannesar Páls og eins konar varðhundur hans. Það var hlutverk Ratzingers að fylgja íhaldssamri stefnu páfa eftir. Hann er umdeildur vegna orða og skrifa í gegnum tíðina. Árið 2000 ritaði hann meðal annars að aðrar kristnar kirkjur væru ófullnægjandi en það vakti litla hrifningu meðal biskupakirkjufólks, lúterstrúarmanna og annarra mótmælenda. Hann hefur einnig lagst gegn því að Tyrkland fái inngöngu í Evrópusambandið og lagði til að bandarískum stjórnmálamönnum sem styddu rétt kvenna til fóstureyðinga yrði neitað um að ganga til altaris. Í fyrra fordæmdi hann svo það sem hann kallaði róttækan femínisma og sagði það hugmyndafræði sem græfi undan fjölskyldunni og brenglaði náttúrlegan mun á körlum og konum. Ratzinger var kjörinn eftir fjórðu umferð kosninga en fá fordæmi eru fyrir því að páfakjör gangi svo hratt fyrir sig. Píus tólfti var þó valinn eftir þriðju umferð árið 1939. Almennt er ekki búist við því að hann verði jafn lengi á páfastóli og Jóhannes Páll annar sem sat þar í 26 ár. Ratzinger, eða Benedikt, er raunar meðal elstu manna sem kjörnir hafa verið á páfastól, 78 ára gamall. Síðast var svo fullorðinn páfi kjörinn árið 1730, en það var Klementínus annar.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira