Best að fara upp á fjall 19. apríl 2005 00:01 "Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni." Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni."
Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“