Best að fara upp á fjall 19. apríl 2005 00:01 "Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni." Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni."
Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira