Erlent

Veðjað á Ratzinger í veðbönkum

Nú þegar aðeins tæpur sólarhringur er þangað til kardínálar kaþólsku kirkjunnar loka sig af í Sixtínsku kapellunni til að velja páfa keppast menn við að veðja um hver verði fyrir valinu. Ef mið er tekið af veðbönkum má búast við að hinn 78 ára Joseph Ratzinger, kardínáli frá Þýskalandi, verði kjörinn páfi.

Veðbankinn Intertops telur helmingslíkur sé á að hann setjist í stól páfa en bresku bankarnir Paddy Power og Willam Hill telja aðeins minni líkur á því, eða 3-1 og 7-2. Næstur á eftir Ratzinger kemur Frakkin Jean-Marie Lustiger og á eftir þeim fylgja Ítalarnir Carlo Maria Martini og Dionigi Tettamanzi. Kardínálarnir fjórir eiga það sameiginlegt að vera allir 78 ára og því má telja líklegt að þeir sitji ekki lengi á páfastól verði þeir á annað borð fyrir valinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×