Ekkert land eins flott í laginu 13. apríl 2005 00:01 "Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna." Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég sá keppnina auglýsta í Fréttablaðinu og DV og fannst þetta sniðugt. Verðlaunin voru líka það freistandi að það var þess virði að eyða smátíma í að láta sér detta eitthvað í hug. Hugmyndin fæddist á Reykjanesbrautinni, eins og flestar textahugmyndir fyrir hljómsveitina mína, Breiðbandið, en ég bý við þann lúxus að keyra brautina á hverjum degi og nota tímann til að láta hugann reika. Það var lítið mál að koma þessu á blað með góðri hjálp banjóleikara Breiðbandsins, Magga Sig, og kann ég honum bestu þakkir fyrir," segir Rúnar en Ísland er í aðalhlutverki á bolnum. Rúnar hefur líka búið til armbandsúr með eyjunni okkar sagaða út í verkið en Ísland er Rúnari ansi kært. "Eftir að hafa búið erlendis hef ég lært að meta landið okkar mun betur. Svo er ég á því að það er ekkert land í heimi eins flott í laginu og einstök lögun Vestfjarða setur glæsilegan svip á Ísland. Það má segja að hönnunin á úraskífunni hafi verið í undimeðvitundinni þegar ég fór að hugsa um bolinn. Ég notaði Ísland mikið við að skreyta úr og klukkur í skólanum út í Danmörku og var orðinn vanur að saga út útlínur landsins. Það má segja að ég hafi ferðast marga hringi í kringum landið með söginni en ég á ennþá eftir að fara hringinn akandi. Bekkjafélagar mínir eiga líka sinn þátt í þessu, því þeir voru alltaf að mana mig í að saga minna og minna ísland. Ég byrjaði á að saga Ísland sem var um það bil sex sentímetrar í þvermál og endaði með að saga út Ísland sem er um níu millímetrar í þvermál og er inni í úri." En ætlar Rúnar ekki að leggja hönnunina fyrir sig, leggja úrsmíði á hilluna og stofna fataverslun -- kannski inn í Úr að ofan? "Nei það er engin hætta á því. Það eru meiri líkur á því að ég gauki einhverjum hugmyndum að þeim sem eru í framleiðslu og sölu á bolum. Það eru góðar bolabúðir hér í næsta nágrenni við mig á Laugaveginum, Dogma og Ósóma, og ætla ég mér ekkert í samkeppni við þessa vini mína," segir Rúnar en vinningsbolurinn fer í framleiðslu um næstu mánaðarmót. "Ég vona bara að bolurinn verði seldur sem víðast og að ég eigi eftir að sjá fólk á gangi á Laugaveginum í minni hönnun og í raun hvar sem er," segir Rúnar sem vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Henson og styrktaraðilum keppninnar; Tæknival og Iceland Express. Úrsmiður, skemmtikraftur, hönnuður, hvað er næst? "Góð spurning, ætli ég slái þessu ekki bara uppí kæruleysi og fari á þing. Mér skilst að það sé þægileg innivinna."
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira