Féll fyrir dönskum stígvélum 13. apríl 2005 00:01 "Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira