Faria hefur ekkert að fela 11. apríl 2005 00:01 Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira