Mikil aukning í meðgöngusykursýki 7. apríl 2005 00:01 Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira