Stelpur hrífast af skónum 7. apríl 2005 00:01 "Ég held ég verði að nefna skó sem eru alveg fáránlega flottir. Ég keypti þá reyndar hérlendis en ég hef ekki séð neinn í eins skóm. Það eru líka rosalega margir sem taka eftir þessum skóm og minnast á þá og spyrja hvar ég fékk þá. Þetta eru támjóir og skannahvítir skór -- næstum því stelpuskór. Enda eru allar stelpur rosalega hrifnar af þeim og mér finnst það frábært. Þegar ég er kominn í skærbleikan bol við þá er ég frekar "kúl"," segir Brynjar. Brynjar keypti skóna fyrir um mánuði síðan í Jack & Jones og er alltaf í þeim um helgar enda algjörir spariskór. "Ég spái mikið í föt og ég er algjört fatafrík. Ég kaupi mikið af fötum í hverjum mánuði. Ég vinn sem plötusnúður á Rex og Hverfisbarnum um helgar og það er mikið spurt um fötin mín. Ég er svo oft í einhverju sem aðrir eru ekki í -- eins og skjannahvítum jakka, með lakkrísbindi eða vínrauðum "pimp" jakka. Ég leik mér með föt. Það eru ekki margir sem þora að fara út á meðal fólks í fríkuðum fötum en þegar strákarnir sjá fötin á mér þá finnst þeim þau frekar flott. Sumum finnst þau líka eflaust mjög hallærisleg," segir Brynjar sem er samt enginn sérstakur skómaður. "Ég fíla flotta skó en ég á ekki heilt herbergi af skóm. Það er mjög sjaldgæft að ég finni skó sem ég slefa yfir en ég geri það svo sannarlega með þessa skó." Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég held ég verði að nefna skó sem eru alveg fáránlega flottir. Ég keypti þá reyndar hérlendis en ég hef ekki séð neinn í eins skóm. Það eru líka rosalega margir sem taka eftir þessum skóm og minnast á þá og spyrja hvar ég fékk þá. Þetta eru támjóir og skannahvítir skór -- næstum því stelpuskór. Enda eru allar stelpur rosalega hrifnar af þeim og mér finnst það frábært. Þegar ég er kominn í skærbleikan bol við þá er ég frekar "kúl"," segir Brynjar. Brynjar keypti skóna fyrir um mánuði síðan í Jack & Jones og er alltaf í þeim um helgar enda algjörir spariskór. "Ég spái mikið í föt og ég er algjört fatafrík. Ég kaupi mikið af fötum í hverjum mánuði. Ég vinn sem plötusnúður á Rex og Hverfisbarnum um helgar og það er mikið spurt um fötin mín. Ég er svo oft í einhverju sem aðrir eru ekki í -- eins og skjannahvítum jakka, með lakkrísbindi eða vínrauðum "pimp" jakka. Ég leik mér með föt. Það eru ekki margir sem þora að fara út á meðal fólks í fríkuðum fötum en þegar strákarnir sjá fötin á mér þá finnst þeim þau frekar flott. Sumum finnst þau líka eflaust mjög hallærisleg," segir Brynjar sem er samt enginn sérstakur skómaður. "Ég fíla flotta skó en ég á ekki heilt herbergi af skóm. Það er mjög sjaldgæft að ég finni skó sem ég slefa yfir en ég geri það svo sannarlega með þessa skó."
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira