Erlent

Bush og Clinton báðir við útförina

George Bush Bandaríkaforseti og Bill Clinton verða báði viðstaddir þegar Jóhannes Páll páfi verður jarðsunginn á föstudag. Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir einnig.

Bush verður fyrsti starfandi Bandaríkjaforseti til að vera við útför páfa. Þá hefur Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, boðað komu sína en þetta verður í fyrsta skipti sem yfirmaður ensku biskupakirkjunnar verður viðstaddur þegar páfi er borinn til grafar. Nokkrum sinnum hefur kastast hefur í kekki milli biskupakirkjunnar og Vatíkansins undanfarin ár vegna breytinga innan biskupakirkjunnar. Jóhannes Páll páfi var til dæmis á móti því þegar konur hlutu prestvígslur í biskupakirkjunni og þegar samkynhneigður prestur var kjörinn biskup í New Hampshire.

Milljónir manna streyma hvaðanæva úr heiminum til Rómar í pílagrímsför og hans er minnst víða um lönd. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á götum Varsjár Í Póllandi og minntust Jóhannesar Páls sem var pólskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×