Sagði sig frá starfinu 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira