Sagði sig frá starfinu 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira