Innlent

LÍV andmælir breytingum á lögum

MYND/Sigurður Jökull
Stjórn Landssambands íslenskra verzlunarmanna hefur lýst yfir andstöðu við frumvarp um breytingar á lögum um helgidagafrið. Segir sambandið að frumvarpið feli í sér miklar breytingar á högum þeirra sem starfa í matvöruverslunum minni en 600 fermetrum að stærð. Því verði lögverndaðir frídagar þessa starfsfólks aðeins aðfangadagur eftir klukkan sex og jóladagur. Í yfirlýsingu frá stjórn Landssambandsins segir að óskiljanlegt sé að Alþingi telji nauðsynlegt að ganga lengra en óskir frá atvinnurekendum kváðu á um en fram komi í athugasemdum með frumvarpinu að málið hafi verið athugað einkum vegna afgreiðslutíma á hvítasunnudag. Í frumvarpinu nær breytingin hins vegar einnig til föstudagsins langa og páskadags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×