Nú streyma falleg sumarnærföt inn í undirfataverslanirnar. Pastellitir eru áberandi þar eins og annars staðar í tískunni, ljósfjólublátt, bleikt, blátt, grænt og beige er það sem ræður ferðinni í sumar.
G-strengir eru á hraðri útleið og efnismeiri buxur verða vinsælli, enda mun fallegri og þægilegri.
Smá brjóst eiga að njóta sín svo brjósthaldarar eru ekki eins bólstraðir og áður og sokkabönd koma sterk inn.
Ekki vanmeta undirfötin, verið vandlátar og veljið vel.


