Nýja vorlínan frá Estée Lauder kynnir hráa liti sem eru samt fallega kvenlegir í leiðinni. Það sem ber hæst í línunni er Artist´s Brow Stylist Mobile Essentials sem eru fimm hlutir í einu hylki - allt fyrir augun. Þar er bursti fyrir augnhárin, plokkari, lítill bursti og tveir augnblýantar.
Einnig er að finna meik og augnskugga í fallegum litum sem gera augun stærri og skærari. Flottir og sumarlegir litir þar sem appelsínugult og fjólublátt ráða ríkjum.