Hinn frægi fatahönnuður Tom Ford hlýtur Andre Leon Talley lífstíðarverðlaunin þetta árið en þau eru veitt í Savannah-listaháskólanum í Bandaríkjunum. Áður hafa hönnuðir eins og Oscar de La Renta, Karl Lagerfeld og Miuicca Prada hlotið þessi virtu verðlaun.
Ford endurvakti Gucci-merkið og það er honum að þakka hve sexí það er í dag. Flott snið og æðislegir fylgihlutir tryggðu Gucci yngri kaupendur, jafnt og þá eldri. Ford hætti hjá Gucci fyrir stuttu og vakti það óhug í tískuheiminum.
Hann tekur við verðlaununum 20. maí og verður afhendingin væntanlega sýnd beint á netinu.
Ford fær tískuverðlaun
