Skreytt og sérstakt steingólf 28. mars 2005 00:01 "Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi. Hús og heimili Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
"Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi.
Hús og heimili Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira