Dauði eða blessun landsliðsins 23. mars 2005 00:01 Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, mun hvorki spila með liðinu gegn Króötum í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn né vináttuleikinn gegn Ítölum í Padova á miðvikudaginn eftir viku. Eiður Smári er meiddur á læri og var það sameiginleg ákvörðun Sveinbjörns Brandssonar, læknis íslenska landsliðsins, og læknis Chelsea að hann myndi ekki vera orðinn leikfær fyrir leikinn á laugardaginn. Eiður Smári hefur spilað undanfarna tuttugu og fimm leiki með liðinu í undankeppni EM og HM og verið, svo vægt sé til orða tekið, yfirburðamaður í liðinu. Hann hefur borið uppi sóknarleik íslenska landsliðsins undanfarið og spyrja menn sig hvort sóknarleikur liðsins verði fugl né fiskur án Eiðs Smára. Hann hefur skorað þrjú af fjórum mörkum íslenska liðsins í undankeppni HM og lagt upp fjórða markið. Hann hefur reyndar ef allt er tekið saman komið nálægt fjórtan af þeim fimmtán mörkum sem íslenska liðið hefur skorað í undankeppni EM 2004 og undankeppni HM 2006. Eina markið í þessum tveimur undankeppnum sem hann kom ekki nálægt var sigurmark Péturs Marteinssonar í Færeyjum í ágúst 2003. Hann hefur skorað átta mörk af þessum fimmtán og verið miðpunktur alls þess sem hefur verið framkvæmt í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er eini framherji liðsins sem getur haldið boltanum og leikið á menn og það er óréttlátt að ætlast til þess að einhver geti tekið við hlutverki hans. Hann er karlmaður innan um börn í íslenska liðinu og því virðast ekki vera miklar líkur á því að íslenska liðið eigi eftir að vera mjög ógnandi í leiknum gegn Króötum. Á hinn bóginn gerir fjarvera hans það mögulegt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að breyta aðeins um áherslur í sóknarleiknum. Leikmenn íslenska liðsins hafa hingað til treyst meira en góðu hófi gegnir á Eið Smára með misjöfnum árangri. Nú þurfa aðrir leikmenn liðsins að taka ábyrgð, menn eins og Heiðar Helguson og það er spurning hvort Heiðar standist prófið. Líklegt er að Ásgeir og Logi fari endanlega algörlega ofan í skotgrafirnar, stilli upp ellefu verkamönnum sem berjast með hjartanu, hlaupa úr sér lifur og lungu en munu ekki verða líklegir til að skapa hættu inn í vítateig andstæðinganna. Við værum þá að horfa upp á endurhvarf til níunda áratugarins þar sem íslenska liðið treysti á hornspyrnur og aukaspyrnur til að skora mörk. Allt byggðist á sterkum varnarleik með mörgum mönnum og síðan var sótt upp á von og óvon. Án Eiðs Smára er hægt að bjóða upp á þessa leikaðferð án þess að misbjóða leikmönnum og það verður þó aldrei svo að fjarvera besta manns íslenska liðsins hvetji samherja hans til dáða, laði það besta fram í þeim og skili góðum úrslitum. Íslenska liðið hefur nefnilega alltaf verið best þegar enginn hefur trú á því - nokkuð sem er klárlega raunin í þessu tilfelli. Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar